14.2.2015 | 12:23
Við þurfum réttarkerfi til að takmarka afbrot en hver á að borga ?
Í knattspyrnu er talað um að elta eigi boltann í stað þess að elta manninn. Í rannsóknum fjárglæpamála er talað um að árangusríkast sé að elta slóð fjármuna. Í Al Thani málinu má í vissum skilningi segja að verið sé að elta mennina. Hefði ekki mátt sekta stjórnendur bankanna og bankana sjálfa og þannig innheimta hluta af þýfinu til baka ? Mér er engin þægð í því að loka einhverja menni inni sem hafa stolið pengingunum mínum og halda þeim uppi í fullu fæði og húsnæði í einhver ár með ærnum kostnaði og að refsidvöl lokinni kom þeir út í samfélagið með fullar hendur fjár og fullir hefnigirni og fullnuma í enn hættulegri glæpum. Látum mennina og bankana sem voru gerendur í bankahruninu sem hafa auðgast á misferlum borga til baka það sem þeir með ófrjálsri hendi hafa stolið. Svo mætti einnig spyrja hvort ekki sé sanngjarnt að þeir borgi húsaleigu og fæði ásamt gæslu meðan á fangelsisvist stendur ? Er ekki mesta refsingin hjá þessum mönnum og hjá bönkunum þegar hreyft er við peningunum þeirra ? Aðrar þjóðir virðast einbeita sér að sektum meðan við hlaupum í manninn. Ég er sammála Evu Joly að við eigum að auka framlög til sérstaks saksóknara og sérstakur bankaskattur á að standa undir þeim framlögum.
Mjög gott fyrir lýðræðið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Egill
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru mjög góðir punktar, Jón Egill. Auðvitað á að leggja meiri áherslu á að ná fjármunum til baka en eltast við einstaklinga. Hversu miklu ætli fólk hafi til dæmis tapað á Al Thani málinu sem hljóp til og keypti hlutabréf í þeirri trú að bankinn væri traustur? Þetta fé fæst aldrei til baka. Kröfuhafarnir fá það einfaldlega.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2015 kl. 16:43
Þær sektir sem Samkeppnisstofnun hefur lagt á fyrirtæki
hafa skilað sér hratt og vel
út í verðlagið hjá neytendum
Grímur (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.